This project has been funded with support from the European Commission. The author is solely responsible for this publication (communication) and the Commission accepts no responsibility for any use may be made of the information contained therein. In compliance of the new GDPR framework, please note that the Partnership will only process your personal data in the sole interest and purpose of the project and without any prejudice to your rights.
UM

Markmið þessarar skýrslu er að skapa sameiginlegan fræðilegan grunn fyrir Erasmus+verkefnið We Lead:Kvenleiðtogar í ferðaþjónustu sem verður notuð sem stökkpallur fyrirkennsluefnið sem útbúið verður í tengslum við We Lead verkefnið. Skýrslan er aðallegaskrifborðsrannsókn þar sem öll hugtök og viðfangsefni We Lead eru sett fram og skoðaðhvernig þau tengjast. Hér er settur fram rammi um hvernig megi skoða tengsl leiðtogafræða,jafnréttismála, ferðaþjónustu og loftslagsbreytinga. Þessi skýrsla myndar eina heild meðheftinu okkar þar sem við deilum dæmisögum frá kvenfyrirmyndum sem starfa sem leiðtogarinnan ferðaþjónustunnar.

Þessi samantektarskýrsla var sett saman til að bæta skilning lesenda á hver staða kvenna sé íferðaþjónustu í dag, hvað þurfti til að ná fram breytingum og hverjar framtíðarhorfurnar séu.Með því að skoða þá tölfræði sem til er um hlut kvenna í leiðtogastöðum kemur í ljós að þaðer verðugt verkefnifram undan til að jafna hlut kvenna í æðstu stöðum innanferðaþjónustunnar og huga þar með betur að jafnréttismálum. Málefnið verður svo ennmikilvægara þegar það er skoðað út frá víðtækari sjónarhorni sjálfbærnimarkmiða. Því þaðfelur í sér að bæta við umhverfisvíddinni inn í umræðuna, þar með talið áhyggjum afloftslagsbreytingum og hvernig greinin getur þróast í átt að ábyrgri ferðaþjónustu íloftslagsmálum.

© 2025 We Lead Project.All rights reserved.
menuchevron-down