Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um sjálfbærni, heldur tölu um sjálfbærni og mannréttindi í Mannréttindahúsinu, Sigtúni 42, fimmtudaginn 19. september kl. 9:00-10:00.
Elva hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Festu frá því í október en var áður hjá Umhverfisstofnun og framkvæmdastjóri umhverfismerki Svansins.
Festa samanstendur af tæplega 200 fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum. Miðstöðin hefur það að markmiði að hafa auðgandi áhrif á umhverfi og samfélag.