This project has been funded with support from the European Commission. The author is solely responsible for this publication (communication) and the Commission accepts no responsibility for any use may be made of the information contained therein. In compliance of the new GDPR framework, please note that the Partnership will only process your personal data in the sole interest and purpose of the project and without any prejudice to your rights.

Kennsluefnið er byggt á megin þemum fimmta heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og er ætlað til starfsmenntunar og þjálfunar, bæði í kennslustofum og til sjálfsmenntunar.

ÞÖRFIN sem við viljum mæta með þessu kennsluefni:
Kynjamismun er að finna í ferðaþjónustu um alla Evrópu, sérstaklega þegar kemur að leiðtogahlutverkum.
Tengsl milli kyns og loftslagsbreytinga skortir sem getur hindrað árangursríkar mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á vinnumarkaði.
Sem stendur hafa kynin ekki jöfn tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir sem varða aðgerðir í loftslagsmálum... því er mikilvægt að jafna hlut kvenna og annarra minnihlutahópa á þessu sviði þar sem áhrif loftslagsbreytinga eru ekki þau sömu fyrir alla.
Hlutfall erlends vinnuafls í ferðaþjónustu hefur hækkað alls staðar í Evrópu, sér í lagi vegna aukins fjölda kvenna og barna sem þurfa að flýja átakasvæði í heiminum.
MARKMIÐ okkar með kennsluefni We Lead er:
Að stuðla að auknum framgangi kvenna í leiðtogastörfum innan ferðaþjónustunnar
Vitundarvakning á möguleikum til aukinnar þjálfunar og færni í starfi
Að auka þjálfun innan stéttarinnar þegar kemur að jafnréttismálum og inngildingu
Að benda á mikilvægi tengsla milli loftslagsaðgerða og forystu kvenna í ferðaþjónustu
Að auka sýnileika, forystuhæfileika og áhrif kvenna í greininni með sjálfbæra framtíð ferðaþjónustunnar að leiðarljósi
Að gefa kennurum efnivið og verkfæri til að fræða nemendur sína um þessi mikilvægu málefni
Það er ekkert sambærilegt námsefni til í Evrópu!
We lead kennsluefnið samræmist markmiðum Erasmus+ áætlunarinnar um að styðja við starf kennara og auka færni þeirra þegar kemur að nýjum og mikilvægum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Kennsluefnið samanstendur af:
a) Námskeiði með 6 kennslupökkum
b) Kennsluleiðbeiningar
c) Ásamt því að nýta ýmsar margmiðlunarleiðir til að auðga efnið enn frekar
© 2025 We Lead Project.All rights reserved.
menuchevron-down